Information about higher education
Information about higher education
Alþjóðaskrifstofa Háskóla Íslands
Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins gegnir jafnframt hlutverki Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands. Alþjóðaskrifstofan annast formleg samskipti Háskóla Íslands við erlendar menntastofnanir og veitir stúdentum, kennurum, skorum og deildum Háskóla Íslands ýmsa þjónustu varðandi alþjóðlegt samstarf.
Meðal verkefna Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands er að:
- taka við umsóknum frá erlendum skiptistúdentum, aðstoða þá við húsnæðisleit og sjá til þess að allar upplýsingar skili sér bæði til stúdenta og deilda
- taka við umsóknum frá stúdentum Háskóla Íslands sem hyggjast fara utan sem skiptinemar og annast samskipti við samstarfsskólann sjá um alla stúdentaskiptasamninga Háskóla Íslands og koma að eða sjá um gerð nýrra samninga
- sjá um þátttöku Háskóla Íslands í Erasmus áætlun Evrópusambandsins
- hafa yfirumsjón með þátttöku Háskóla Íslands í Nordplus áætlun Norðurlandaráðs
- veita og koma á framfæri upplýsingum um þá möguleika sem stúdentum og kennurum bjóðast í gegnum samninga Háskólans
- gefa út kynningarefni á ensku fyrir tilvonandi skiptistúdenta og samstarfsskóla
- gefa út kynningarefni á íslensku fyrir stúdenta Háskóla Íslands