Einkareknar ráðningarþjónustur Job.is
Einkareknar ráðningarþjónustur JOB.IS
Um Job.is
Job.is er auglýsinga- og upplýsingamiðlun á netinu fyrir laus störf. Við höfum starfrækt þjónustu okkar frá árinu 1999 og því er reynsla okkar ótvíræð. Markmið okkar er að þjóna fólki og einfalda leitina að hentugu starfi á sama hátt og við viljum styðja fyrirtæki í leit sinni að traustu og góðu starfsfólki.
Vefur okkar er einfaldur í notkun og við gætum fyllsta öryggis við meðhöndlun upplýsinga. Við leggjum mikla áherslu á að allar aðgerðir á vefnum séu fljótlegar og einfaldar. Skráning á Job.is tekur örfáar mínútur og áður en þú veist af er umsóknarferlið komið á fullt. Við skráningu sem einstaklingur er ekki krafist fulls nafns og því nýtur þú nafnleyndar í leit þinni að nýjum störfum allt þar til kemur að því að sækja um starf.
Ef þörf er á aðstoð eða skýringum þá hvetjum við þig til að hringja í okkur í síma 552 3335 eða senda okkur tölvupóst á job@job.is. Við leiðbeinum þér eða skráum auglýsinguna fyrir þig með ánægju.
Opnunartími skrifstofu er virka daga frá kl. 09:00 – 16:00. Neyðarsími eftir lokun er 821-1433 (Kolbeinn).