EURES IS
Um Eures
EURES (EURopean Employment Services) er samstarf um vinnumiðlun milli ríkja á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES). EES-löndin má sjá hér. Átta hundruð Euresráðgjafar mynda samskiptanet í öllum ríkjum EES. EURES netið er á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en með EES-samningnum hafa Íslendingar aðgang að þessum stóra vinnumarkaði. Markmiðið er að auðvelda vinnandi fólki að flytjast milli EES-landa. Euresráðgjafar miðla upplýsingum um atvinnutækifæri og atvinnuleitendur svo hægt sé að leysa staðbundna manneklu og atvinnuleysi á ýmsum sviðum með flutningum milli svæða. Meginþættir EURES eru að:
- Leiðbeina fólki í atvinnuleit erlendis
- Veita upplýsingar um búsetu- og starfsskilyrði
- Aðstoða vinnuveitendur sem hafa áhuga á að ráða til sín fólk frá öðrum EES-löndum