Information regarding pre-schools in Reykjavík
Information regarding pre-schools in Reykjavík
LEIKSKÓLAR BORGARINNAR
Reykjavíkurborg rekur 64 leikskóla. Í borginni eru auk þess 18 sjálfstætt starfandi leikskólar og tæplega 200 dagforeldrar. Í byrjun árs 2012 voru um 7.000 börn í leikskólum borgarinnar.
Í leikskólum borgarinnar er haft að leiðarljósi að börnin njóti bernsku sinnar, læri og þroskist í leik og samveru. Leikskólar marka sér sérstöðu með áherslu á ákveðna stefnu eða þætti í starfinu, s.s. samskipti, lestur og ritmál, stærðfræði, heimspeki, náttúru og umhverfisvernd. Reykjavíkurborg niðurgreiðir vistun barna í leikskólum sem og vistun barna hjá dagforeldrum.